föstudagur, 22. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markaðsverkefni um íslenska hestinn

5. nóvember 2015 kl. 13:03

Kynning laugardaginn 7. nóvember.

"Markaðsverkefni um íslenska hestinn var ýtt úr vör með þátttöku helstu samtaka og hagsmunaaðila í greininni í apríl sl. Í kjölfarið fengum við til liðs við okkur fjölda manns sem tók þátt í stefnumótunarvinnu, en haldnar voru tvær vinnustofur þar sem þátttakendur tóku virkan þátt í að móta stefnu og áherslur í verkefninu.

Síðan fengum við auglýsingastofu til að vinna með okkur í útfærslu á stefnunni og mótun aðgerðaáætlunar til fimm ára. Niðurstöður þessarar vinnu verða kynntar á hrossaræktarráðstefnunni 2015 sem fer fram í Samskipahöllinni í Spretti, laugardaginn 7. nóvember nk. Fundurinn hefst kl. 13 en kynningin á markaðsstarfinu er kl. 14.30. Aðgangur er ókeypis og er áhugafólk um íslenska hestinn og markaðs- og kynningarstarf honum tengt, hvatt til að mæta. Sjá upplýsingar um dagskrá fundarins á vef Félags hrossabænda.  Og hvað svo…? Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt að leggja allt að 25 milljónir króna á ári næstu fjögur árin fram í framkvæmd verkefnisins gegn mótframlagi úr hestasamfélaginu. Á fundinum verður nánað útlistað með hvaða hætti þetta er hugsað og hver ávinningur af því er fyrir heildina og hvern og einn. Hér er því kjörið tækifæri til að nýta samlegð og auka slagkraft í kynningu á íslenska hestinum og allri þeirri starfsemi sem honum tengist." 

Nánari upplýsingar veita Guðný Káradóttir forstöðumaður hjá Íslandsstofu, gudny@islandsstofa.is og í síma 511 4000 og Tinna Dögg Kjartansdóttir tinna@tintinmarketing.is og í síma 780 1881