miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markaðsverkefni íslenska hestsins

17. mars 2016 kl. 19:21

Undirritun samnings um fjármögnun til fjögurra ára

Samfélag íslenska hestsins hefur tekið höndum saman um markaðsverkefni til að auka verðmætasköpun sem byggir á íslenska hestinum, styrkja ímynd hans í vitund fólks um allan heim og byggja upp sterkt vörumerki, Horses of Iceland. Í dag var undirritað samkomulag um fjármögnun og þátttöku fjölmargra aðila í verkefninu næstu fjögur árin.

 

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur tryggt verkefninu allt að 25 milljónir króna í fjögur ár gegn sama framlagi frá fyrirtækjum, félögum og hagsmunaaðilum. „Það er ánægjulegt að sjá þá miklu samstöðu sem náðst hefur um að fanga þann kraft sem býr í hestasamfélaginu til góðra verka í þessu mikilvæga verkefni, að lyfta merki íslenska hestsins hærra á heimsvísu, og gera hann verðmætari, bæði í samfélagi manna og sem grunn að auknum viðskiptum“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá lýsir hann yfir ánægju með að verkefnið sé unnið með Íslandsstofu sem hefur reynslu af rekstri markaðsverkefna til kynningar á vörum og þjónustu á erlendum mörkuðum.

 

Sjá í viðhengi og á vef Íslandsstofu. http://www.islandsstofa.is/frettir/samningur-um-fjarmognun-/694