laugardagur, 17. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Markaðssvæði á Landsmótinu

1. febrúar 2016 kl. 15:22

Systurnar Védís Huld og Glódís Rún á Landsmótinu 2014.

Kynntu þína vöru á Landsmótinu á Hólum.

Hefð er fyrir því að á Landsmóti hestamanna sé hægt að versla ýmiskonar vörur sem þar er til sölu, handverk, fatnað og ýmiskonar varningur sem tengist hestamennskunni.  Landsmót á Hólum verður auðvitað engin undantekning á þessu og nú hefur Landsmót fengið til liðs við sig góðan mann sem mun halda utan um allan undirbúning markaðssvæðisins á Hólum.  Sá heitir Einar Kolbeinsson, ferðaþjónustubóndi og viðskiptafræðingur.  Þeir sem vilja bjóða varning sinn til sölu eða kynningar á markaðssvæði á Landsmótinu eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til hans með því að senda tölvupóst í netfangið einar@landsmot.is.