þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Margt spennandi í kortunum hjá Félagi tamningamanna.

24. júní 2014 kl. 15:00

Súsanna Ólafsdóttir formaður FT og varaformaður félagsins Bjarni Sveinsson.

Tilkynning frá formanni FT.

 "Mig langar að gefa hestaunnendum  innsýn í þau verkefni sem FT er að vinna í, en við munum kynna þau betur síðar.

Til að koma á móts við reynda, starfandi tamningamenn 25 ára og eldri er stefnt er á fjarnámsleið FT,  einnig stendur til að uppfæra meistarapróf, hvort tveggja yrði auglýst með fyrirvara, tamningapróf á haustdögum, meistarapróf síðsumar ág,sept. Einnig stefnum við á endurmenntunardaga í haust og svo sérstakan endurmenntunardag reiðkennara.

Okkur langar að ná betur sambandi við og virkja FT félaga erlendis, hafa félagsfund einhversstaðar miðsvæðis í haust og jafnvel í framhaldi stofna FTevropa." 

Kær kveðja með ósk um frábært landsmót hestamanna
F.h stjórnar Ft
Súsanna Sand Ólafsdóttir