þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Margt frábærra hrossa á Ræktun 2010

23. apríl 2010 kl. 08:34

Margt frábærra hrossa á Ræktun 2010

Margt frábærra hrossa mun koma fram á RÆKTUN 2010 sem fram fer í Ölfushöllinni laugardaginn 24.apríl n.k.

Meðal þess sem fram kemur er að Ræktunarbú ársins 2009 Strandarhjáleiga mætir með fulltrúa sína og verður spennandi að sjá hvað þeir hafa fram að færa. Einnig verða fulltrúar frá Blesastöðum en það bú hefur einnig hlotið titilinn ræktunarbú ársins og er meðal fremstu hrossaræktarbúa landsins. Bændurnir í Arabæ koma og kynna sín hross, Elías Þórhallsson og fjölskylda mæta með hóp af hrossum bæði úr sinni ræktun og einnig í eigu þeirra.

Von er á hópum frá Austurkoti, Langholti 2, Dalbæ, Króki, Minni Völlum jafnframt því hafa Guðmundur Björgvinsson, Sigurður Sigurðarson, Lena Zielinski, Sigursteinn Sumarliðason og fleiri toppknapar boðað komu sína og verður það nánar kynnt síðar.

Ljóst er að allt stefnir í sannkallaða Stórsýningu og atburð sem enginn áhugamaður um hrossarækt lætur fram hjá sér fara.

Upplýsingar veitir Óðinn Örn í síma 8661230 eða odinn@bssl.is