miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Margrétarhof og Torfunes

4. júlí 2014 kl. 17:20

Eldur frá Torfunesi, 8,60 í kynbótadómi og keppti hér á Landsmóti. Knapi Mette Mannseth

Kynning á ræktunarbúum.

Margrétarhof

Á Króki i Ásahrepp er rekið hrossarætarbú þar sem eru ræktuð hross undir ræktunarnafninu Margrétarhof en nafnið vísar til ræktunar sem eigendurnir stunda á búgarði sínum í Svíþjóð. Markmiðið er að stunda hrossarækt með 8 - 10 góðum merum. Einnig er rekin alhliða þjálfunarmiðstöð á staðnum.

Torfunes

Torfunes er um það bil miðja vegu milli Akureyrar og Húsavíkur. Þar hefur verið stunduð hrossarækt frá árinu 2978 og þaðan hafa komið mörg hátt dæmd kynbótahross sem og öflug keppnishross. Stofnhryssa búsins er Toppa frá Rangá og eru öll hrossin í sýningunni fyrir utan eitt komið undan henni. 

Aðalmarkmið ræktunarinnar er að rækta geðgóð, fagurlega sköpuð og fjölhæf alhliða hross sem henta öllum.