miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Mánuður síðan hann fór að tala um viku"

19. október 2013 kl. 16:00

Aron sonur Guðmundar og Evu aðstoðar foreldra sína af bestu getu

Það er í mörgu að snúast á Efri-Rauðalæk þessa dagana

Blaðamaður Eiðfaxa kíkti við á Efri-Rauðalæk fyri skömmu þar sem þau Eva Dyröy og Guðmundur F. Björgvinsson voru í óða önn að koma sér fyrir. Það var nóg að gera hjá þeim Evu og Gumma en þegar blaðamann bar að dyrum voru þau að "gefa orma" eins og starfsmaður þeirra orðaði það. Búið var að reka heim allt stóðið og var verið að gefa því ormalyf og örmerkja það sem átti eftir að örmerkja. 

Þau Eva og Gummi fluttu að Efri-Rauðalæk í sumar eftir nokkra ára dvöl á Ingólfshvoli. Miklar framkvæmdir hafa verið á í gangi á staðnum en þau hafa klætt öll húsin að utan, gert hnakkageymslu og baðaðstöðu í gamla hesthúsinu auk þess sem þau hafa gert inni aðstöðu í öðrum endanum á vélageymslunni og gert stóðhestahús í einu húsinu. Þau hafa skipt um jarðvegi í kringum hesthúsin, lagað gerðin og eru að vinna í að gera 3 km. langan hring á jörðinni sem hægt verður að fara með rekstur. 

Auk þess að standa í þessum framkvæmdum eru þau með fullt hús af hestum, aðallega söluhross og hross í eigu þeirra. "Við vonumst eftir að fara geta farið á fullt í hestunum eftir viku" segir Guðmundur en Eva er fljót að bæta við að það sé mánuður síðan að Guðmundur fór að tala um þessa "viku".