laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Manstu eftir veðreiðunum 1999?

22. janúar 2010 kl. 09:36

Manstu eftir veðreiðunum 1999?

Munið þið eftir veðreiðum Fáks árið 1999? Þarna eru knapar eins og Þórður Þorgeirsson, Magnús Benediktsson, Tryggvi Björnsson, Logi Laxdal og Sigurður Matthíasson og fleiri og fleiri sem etja kappi.

Hér fyrir neðan er myndband frá Hófapressunni, sem sýnir sjónvarpsþátt sem sýndur var á Sýn, sem Gaupi, Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður stýrir og honum til halds og trausts er Erling Ó. Sigurðsson, sá kunni kappi.

Myndbandið er afar skemmtileg heimild um gamla og góða daga. Þurfum við ekki bara að starta svona veðreiðum aftur?