fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mannfjöldi í Skírdagskaffinu

5. apríl 2010 kl. 16:56

Mannfjöldi í Skírdagskaffinu

Að venju kom mikill mannfjöldi í árlegt Skírdagskaffi hjá Sörlakonum á Sörlastöðum í Hafnarfirði. Fólkið kemur víðsvegar að frá höfuðborgarsvæðinu auk þess sem sjá má fólk víðar að sem kemur með hesta til einhverra vina eða fær þá lánaða og allnokkrir koma akandi. Yfir 700 manns keyptu sér kaffi og að venju svignuðu borðin undan fjölbreyttum brauðum og tertum sem Sörlakonur höfðu bakað.

Sveinn Sigurjónsson harmonikkuleikari lá ekki á liði sínu fremur en endranær og lífgaði upp á stemninguna. Vinir og kunningjar heilsast og gleðjast á degi sem þessum og einhverjir fara í hestakaup. Sjá mátti margar gamlar kempur úr hópi hestamanna sem farnir eru að reskjast og voru þar á meðal Hreinn í Helgadal og Gunnar í Breiðholti.
 
Sigurður Sigmundsson smellti af nokkrum myndum í Skírdagskaffinu hjá Sörlakonum.