fimmtudagur, 21. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Máni 50 ára

19. apríl 2015 kl. 14:17

Mánafélagar á góðri stund. Gömul mynd úr safni hestamannafélagsins Mána.

Hestamannfélagið stendur fyrir afmælissýningu.

Hestamannafélagið Máni fagnar 50 ára starfsafmæli sínu í ár. Í tilefni þess mun félagið standa fyrir afmælissýningu í Mánahöll þann 30. apríl næstkomandi.

Samkvæmt tilkynningu verður boðið upp á skemmtileg atriði sem tengjast starfi og fólki félagsins gegnum tíðina. Sýningin mun hefjast kl. 20 en mun verða nánar auglýst síðar.