þriðjudagur, 15. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Magnús sækist eftir starfi landsliðstjóra Þýskalands-

7. mars 2012 kl. 08:06

Magnús sækist eftir starfi landsliðstjóra Þýskalands-

Samkvæmt heimildum isibless sækist Magnús Skúlason eftir að verða landsliðsstjóri þýska landsliðsins fyrir heimsmeistaramótið í Berlín 2013. Magnús, sem keppir fyrir hönd Svíþjóðar, er ríkjandi heimsmeistari í fimmgangi og samanlögðum fimmgangsgreinum. Hann á því sjálfur þátttökurétt á Heimsmeistaramótinu.

Þýskaland reið ekki feitum hesti frá Heimsmeistaramótinu 2011, besta árangur náði Karly Zingsheim þegar hann varð annar á eftir Jóhanni Skúlasyni í töltkeppninni auk þess sem tveir þýskir knapar kepptu í A-úrslitum á mótinu án þess að hljóta verðlaunasæti. Virðist vera mikill hugur í þarlendum forystumönnum að rétta úr kútnum og verða fremstir meðal jafningja á eigin heimavelli að næsta ári. Því bíður verðandi landsliðsstjóra ærið verkefni og hefur isibless heimildir fyrir háleitum markmiðum Magnúsar - að skila Þýskalandi 2-3 heimsmeistaratitlum og að þýskur knapi tryggi sér sæti í öllum úrslitum.

Umsókn Magnúsar verður tekin upp á íþróttanefndarfundi þýsku landssamtakanna nk. föstudag að er fram kemur í fréttinni sem lesa má hér.