þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Magnús Jósefsson kjörinn í stjórn FHB

10. nóvember 2009 kl. 15:59

Magnús Jósefsson kjörinn í stjórn FHB

Magnús Jósefsson í Steinnesi var kjörinn í stjórn FHB á aðalfundi félagsins sl. föstudag. Hann tekur við af Helgu Thoroddsen á Þingeyrum sem hefur setið í stjórn sl. tíu ár en gaf ekki kost á sér áfram. Helga hefur verið mjög virk í stjórnarsetu sinni og fylgt eftir mikilvægum verkefnum og vill stjórn félagsins sérstaklega þakka henni góð störf og sitt framlag til félagsstarfsins.

Auk Magnúsar var Ólafur Einarsson á Torfastöðum endurkjörinn í stjórnina. Sigbjörn Björnsson á Lundum II var kjörinn búnaðarþingsfulltrúi og tekur hann við af Baldvini Kr. Baldvinssyni í Torfunesi, sem eru þökkuð góð störf á þeim vettvangi undanfarin ár.


/fhb.is