sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Magnaður Jói Skúla - Þrjú Gull

11. ágúst 2019 kl. 11:33

Jóhann er þrefaldur heimsmeistari árið 2019

Úrslitum í fjórgangi lokið

 

 

Jóhann Skúlason sigraði nú rétt í þessu keppinauta sína í fjórgangi og er heimsmeistari í greininni. Frábær árangur og Þeir Finnbogi vel að sigrinum komnir.

Árni Björn og Flaumur frá Sólvangi voru efstir að lokinni forkeppni og voru taldir líklegir til sigurs. Það virtist þó vera að spennustigið í Flaumi hafi verið of hátt í dag, og virkaði hann í uppnámi þegar Árni reið honum framhjá stúkunni sem nær stendur vellinum. En mikill fjöldi fólks er á svæðinu og lætin mikil. Það varð til þess að honum fipaðist bæði á brokki og greiðu tölti.

 

Það var hin Þýska Franziska Mueser sem sigraði fjórgang unmenna á Speli frá Njarðvík. Einkunn hennar er 7,21. Hákon Dan Ólafsson og Ásdís Ósk Elvarsdóttir deild bronsverðlaununum ásamt Kristinu Jorgensen

Fjórgangur fullorðinna

Sæti.

Knapi

Hestur

Einkunn

Land

1

Jóhann R. Skúlason

Finnbogi frá Minni-Reykjum

7.97

Ísland

2

Christina Lund

Lukku-Blesi frá Selfossi

7.67

Noregur

3

Bernhard Podlech

Keila vom Maischeiderland

7.37

Þýskaland

4

Lisa Drath

Kjalar frá Strandarhjáleigu

7.27

Þýskaland

5

Árni Björn Pálsson

Flaumur frá Sólvangi

7.03

Ísland

6

Irene Reber

Þokki frá Efstu-Grund

6.90

Þýskaland

 

 

Úrslit í ungmennaflokki

Sæti

Knapi

Hestur

Einkunn

Land

1

Franziska Mueser

Spölur frá Njarðvík

7.30

Þýskaland

2

Josje Bahl

Sindri vom Lindenhof

7.17

Þýskaland

3

Ásdís Ósk Elvarsdóttir

Koltinna frá Varmalæk

6.90

Ísland

3

Hákon Dan Ólafsson

Stirnir frá Skriðu

6.90

Ísland

3

Kristine B. Jørgensen

Týr frá Þverá II

6.90

Danmörk