laugardagur, 21. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Magnaðir gæðingar-

16. apríl 2010 kl. 12:04

Magnaðir gæðingar-

,,Stefnan er aðallega tekin á gæðingakeppnina, bæði  A -  og B – flokk“ segir Friðdóra Friðriksdóttir í Hlíðarþúfum í Hafnarfirði. Hún ásamt manni sínum Sindra Sigurðssyni hafa marga magnaða gæðinga í hesthúsinu. ,, Húmvar frá Hamrahóli og Spölur frá Hafsteinsstöðum fara væntanlega í B-flokkinn og svo eru það Vikar frá Torfastöðum, Sturla frá Hafsteinsstöðum og Hrannar frá Þorlákshöfn sem fara í A-flokkinn. A – flokks vængurinn er sterkur hjá okkur í ár og spennan magnast með degi hverjum“.

Þau  eru einnig með nokkur hross sem fara í kynbótadóm í vor, en þar má nefna lofandi Parkerson frá Vatnsleysu og  flottar hæfileikahryssur undan Hágangi frá Narfastöðum og Óttari frá Hvítárholti. ,,Það eru fleiri spennandi hross hér hjá okkur sem ekki er búið að ákveða endanlega hvar eigi að stilla upp en það skýrist á næstu vikum enda styttist óðum í Landsmót“.

Ásamt því að temja og þjálfa hafa þau Friðdóra og Sindri sinnt reiðkennslu fyrir unglinga og ungmenni sem stefna mörg hver á Landsmót í sumar. ,, Reiðkennsla er mikil á landsmótsári og ungu knaparnir stefna hátt ekki síður en þeir eldri. Þessi tími sem nú er að fara í hönd er gríðarlega líflegur og knapar keppast um að gera sem best á öllum vígstöðvum“ segir Friðdóra að lokum.

 

/ www.landsmot.is