mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Magnað myndband með Vatnagörpum

6. ágúst 2013 kl. 18:50

Hleð spilara...

Stikkorð

Vatnagarpar

Myndbandið var sett saman í tilefni af útgáfu bókarinnar.

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Vatnagarpar hefur verið sett saman stutt myndband en myndefnið var fengið á ferðalaginu.

Sumarið 2009 fóru átta hestamenná Suðurlandi í nokkuð óvenjulega hestaferð. Riðið var frá Hornafirði til Selfoss og sá „óhefðbundni“ ferðamáti viðhafður að nota engar brýr, en ríða yfir öll vatnsföll á leiðinni og sundríða þar sem aðstæður kröfðust.

Helstu vötn sem voru riðin voru Hornafjarðarfljót, Kolgríma, Jökulsá á Breiðamerkursandi, Fjallsá, Skeiðará, Gígjukvísl, Núpsvötn, Djúpá, Hverfisfljót, Skaftá, Kúðafljót, Múlakvísl, Jökulsá á Sólheimasandi, Markarfljót, Eystri- og Vestri-Rangá, Þjórsá, Hvítá og Sog.

Vatnagarparnir eru Gunnar Björnsson, Sævar Kristjánsson, Haraldur Þórarinsson, Hermann Árnason, Jón Þorsteinsson, Oddur Árnason og Kristinn Vilmundarson.

Jens Einarsson tók bókina saman.