mánudagur, 11. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Maggi Lár opnar Reiðskóla Úrvalshesta

7. febrúar 2011 kl. 12:02

Nemendur í Reiðskóla Úrvalshesta.

Sex mánaða starfsþjálfun í Holtsmúla

Magnús Lárusson og Svanhildur Hall, reiðkennarar og hrossabændur í Holtsmúla í Landssveti, opnuðu formlega nýjan reiðskóla um áramótin, sem heitir Reiðskóli Úrvalshesta. Um er að ræðaj stigskipt nám í hestamennsku, sem miðar að því að undirbúa verðandi tamningamenn og hestaþjálfara. Fyrstu þrjú stig námsins hafa þegar verið samin, en stefnt er að því að þau verði alla vega sjö. Námið byggir á því að nemendur séu búsettir í Holtsmúla í að minnsta kosti sex mánuði. Á Holtsmúla er hrossabú og tamningastöð þar sem nemendur geta fengið alla verklega þjálfun. Lesa má meira um námið á Reiðskóla Úrvalshesta HÉR.