sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Maggi Kjartans illa haldinn af hrossapest

Jens Einarsson
22. september 2010 kl. 11:15

Hestar og hestamenn koma út á morgun

Í níunda tölublaði Hesta og hestamanna, sem kemur út á morgun 22. september, er tekin út hrossaræktin á Ytra-Dalsgerði í Eyjafirði. Alexader Hrafnkelsson, Alli blindi, er í viðtali og segir frá baráttu sinni við ólæknandi hrörnunarsjúkdóm í augum.

Farið er yfir ótrúlegan feril Sigurbjörns Bárðarsonar, sem var orðinn goðsögn innan við tvítugt og er ennþá á toppnum, 58 ára gamall. Einnig er spjallað við hestahjónin á Árbakka, Hinrik Bragason og Huldu Gústafsdóttur, sem leggja allan sinn metnað í faglega reiðmennsku og íþróttamannlega framkomu.

Spjallað er við fleira skemmtilegt fólk á förnum vegi, til dæmis systurnar Áslaugu og Lilju Sigurbjörgu Harðardóttur frá Laxárdal í Gnúpverjahreppi, Magnús Kjartansson, hljómlistarmann, sem er illa haldinn af hrosspest, og Kobrúnu Grétarsdóttur, hrossa- og hundaræktanda Hellnafelli við Grundarfjörð, sem hefur tekið sér stöðu á meðal hestaljósmyndara.

Hægt er að panta áskrift í síma 511-6622, eða með því að smella HÉR.