fimmtudagur, 20. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

"Mætum á Stórmót Geysis næstu helgi"

30. júlí 2012 kl. 09:39

"Mætum á Stórmót Geysis næstu helgi"

“Þettta var æðisleg tilfinning og mjög skemmtilegt en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitillinn minn og í fyrsta skipti sem ég keppi á Arnari úti á hringvelli í þessari grein,” segir Arnar Bjarki en hann og Arnar frá Blesastöðum 2A eru Íslandsmeistarar í fimmgangi ungmenna.  “Við keyptum Arnar síðasta vetur og er ég búin að vera þjálfa hann í allan vetur og undirbúa hann fyrir þetta.”

Arnar Bjarki og Arnar kepptu í öllum fimmgangsgreinunum, þ.e.a.s fimmgangi, slaktaumatölti og gæðingaskeiði, með ágætu árangri. “Við reyndum við samanlagðan sigurvegara í fimmgangsgreinunum en eftir að hann stytti sig í seinni sprettinum í gæðingaskeiðinu var eiginlega út um þær vonir. Hann stóð sig samt mjög vel, það hefur aldrei verið keppt á honum áður í slaktaumatölti þannig að þetta var bara mjög góður árangur. Nú er bara halda áfram að þjálfa og koma sterkir til leiks næst.”
 
Arnar Bjarki er með mörg járn í eldinum en næst stefna þeir félagar á að mæta á Stórmót Geysis “Við höldum áfram þjálfun og bætum okkur. Ég ætla fara með hann og Kaspar frá Kommu á Stórmót Geysis sem verður næstu helgi en þá fer ég með Arnar í a flokkinn og Kaspar í B flokkinn.  Svo er ég svona velta því fyrir mér að mæta með Arnar á Suðurlandsmótið ef hann verður í stuði. Síðan veit maður aldrei hvort stefnan verði tekin á Heimsmeistaramót eða hvað, “ segir Arnar kampakátur með árangurinn á Íslandsmóti yngri flokka.