mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mætir trúlega aftur með Kjarval

27. janúar 2014 kl. 14:45

Hleð spilara...

Frábær frumraun hjá Aðalheiði og Eyrúnu í Meistaradeildinni.

Tvær knáar hestakonur þreyttu frumraun sína í Meistaradeildinni í hestaíþróttum á fimmtudag. Þær Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Eyrún Ýr Pálsdóttir gáfu eldri og reyndari knöpum lítið eftir.

Aðalheiður sat fyrstu verðlauna hryssu í sinni eigu, Sprettu frá Gunnarsstöðum, og luku þær keppni í 11. sæti, aðeins steinsnar frá B-úrslitum. Eyrún mætti til leiks með þaulvanan hest, Kjarval frá Blönduósi. Þau höfnuðu í 8. sæti mótsins eftir harða baráttu í B-úrslitum. Við tókum tal á Eyrúnu eftir forkeppnina.