fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Mæður gæðinganna falla

odinn@eidfaxi.is
25. október 2014 kl. 12:51

Einar Öder og Oddsteinn frá Halakoti

Fréttir af kynbótahryssum sem fallið hafa á árinu.

Þegar farið er yfir ættbókina þá er alltaf miður  að sjá þegar góðir kynbótagripir falla. Mikið var fjallað um fráfall Orra frá Þúfu nú í haust en þegar farið er yfir fallin hross á árinu þá kemur fleira í ljós.

Eitt af þeim hrossum sem féllu í ár er Örk frá Akranesi, sem meðal annars er móðir gæðingsins Ölnirs frá Akranesi. Þrjú afvkvæmi Arkar hafa hlotið dóm og öll yfir áttunni. Ölnir er hæst dæmdur en Þar á eftir kemur Hróðursdóttirin Öld með 8,25 í aðaleinkunn og Hágangsdóttirin Ösp með 8,17 í aðaleinkunn.

Önnur gæðahryssa féll ár árinu en það er Oddsdóttirin Oddrún frá Halakoti sem hlaut á sínum tíma 8,28 í aðaleinkunn. Líkt og Örk þá á hún þrjú dæmd afkvæmi og þar af tvö með 1.verðlaun. Það er Álfasteinsdóttirin Álfrún með 8,37 í aðaleinkunn og Albróðir hennar Oddsteinn með 8,24.