föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lýst vel á hugmynd Ingimars

3. janúar 2012 kl. 11:41

Kristinn Guðnason, hrossabóndi á Árbæjarhjáleigu og formaður Félags hrossabænda.

Félag hrossabænda hefur tekið málið á dagskrá

Mér líst vel á þessa hugmynd Ingimars,“ segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda [sjá frétt hér á síðunni um "SöluFeng"]. „Við þurfum einfaldlega að leita allra leiða til að örva hrossasöluna og mér sýnist að þetta geti verið gott innleg í það. Félag hrossabænda hefur þegar tekið málið á dagskrá og vinna við það er hafin. Og þá göngum við út frá því að þetta verði gagnagrunnur í eigu Félags hrossabænda, sem yrði tengdur við WorldFeng. Aðalatriðið er að málinu verði fylgt eftir, sem þýðir að það þarf starfsmann til að sjá um gagnagrunninn. En þetta er allt á frumstigi og hugmyndin er ómótuð ennþá. Við munum vinna hana áfram í samstarfi við Ingimar,“ segir Kristinn.