föstudagur, 23. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lúxus hestaferðir í Eyjafirði

26. september 2012 kl. 10:47

Sandra Marin og Ragnar Stefánsson á Hléskógum. Mynd/Jón Björnsson

Sandra María Marin og Ragnar Stefánsson á Hléskógum í Eyjafirði hafa tekið upp hestaferðir sem aukabúgrein á hrossabúinu.

Í Hestablaðinu, sem kemur út á morgun, 27. september, er viðtal við Söndru Maríu Marin og Ragnar Stefánsson, sem bjóða upp á Lúxus hestaferðir í Eyjafirði. Þau keyptu jörðina Hléskóga í fyrra og reka þar hrossabú, tamningar, kennslu og hrossarækt, en eru með hestaferðir á sumrin. Markmiðið er að markaðssetja hestaferðir sem fólk er tilbúið að borga meira fyrir. Þau Sandra og Raggi telja ýmis sóknarfæri í að finna hlutverk fyrir góða íslenska reiðhesta og reiðskólahesta og þar með auka eftirspurn eftir slíkum hestum.