miðvikudagur, 18. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lótusinn flýgur

10. ágúst 2013 kl. 14:17

Bergþór og Lótus heldu titilinum

Heimsmeistaratitill í höfn í 250 metra skeiði.

Heimsmeistararnir Bergþór Eggertsson og Lótus frá Aldenghoor voru rétt í þessu að verja heimsmeistaratitil sinn frá 2011 í 250 m skeiðið á tímanum 22,15 sek  .  Fyrri umferðin fór fram í gær þar sem þeir félagar náðu fyrri ferðinni á 21,97 sek og seinni ferðinni á 22,86 sek.  En besti tíminn gildir i þremur umferðum. 

Í öðru sæti varð Iben Katrine Andersen sem keppti fyrir Danmörku  með tímann  22,17 og í því þriðja varð Marie Lange-Fuchs  se, keppti fyrir Þýskaland á Ómi från Stav með 22,28.

1. Bergþór Eggertsson [WC] [IS] - Lótus frá Aldenghoor [NL1994100312]  21,97"

 2. Iben Katrine Andersen [DK] - Skuggi frá Hávarðarkoti [IS1999186373]  22,17"

3. Marie Lange-Fuchs [DE] - Ómi från Stav[SE2002101107]  22,28"  

4. Caspar Hegardt [SE] - Ægir från Skeppargården [SE2000109433]  22,30" 

5. Søren Madsen [DK] - Hárekur frá Hákoti [IS2002186434]  22,59"