sunnudagur, 22. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Losti frá Strandarhjáleigu í nýjum höndum

10. nóvember 2009 kl. 13:23

Losti frá Strandarhjáleigu í nýjum höndum

Á heimasíðunni www.hvoll.is kemur fram að Norðmennirnir Tina Kirkås og Axel Ugland hafa keypt gæðingstöltarann Losta frá Strandarhjáleigu af Óskari Eyjólfssyni í Hjarðartúni.

Jón Páll Sveinsson hefur gert það gott í keppni á Losta á síðustu árum. Nú hefur Þorvaldur Árni tekið við þjálfun Losta og verður spennandi að sjá hestinn í nýjum höndum.

Tina og Axel á Ågreneset í Noregi eiga fleiri kostagripi. Má þar nefna Mola frá Vindási, Þokka frá Kýrholti og þá Hárek og Eitil frá Vindási.