sunnudagur, 17. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lorenzo og Camargue hestarnir

5. ágúst 2013 kl. 12:38

Lorenzo sýnir á HM í Berlín

Stikkorð

Lorenzo  • Lusitano horses

Það má með sanni segja að Lorenzo hafi valdið gæsahúð þegar hann sýndi það á opnunarhátíðinni í gær að tenging milli manns og hests getur verið nánast yfirnáttúruleg.

Lorenzo er löngu orðin heimsfrægur fyrir þessi einstöku atriði þar sem frelsi hraði og léttleiki ráða ríkjum.  Hann er eftirsóttur, en síðasta ár sýndi hann með  Lusitano hestunum sínum yfir 100 sýningar í 13 löndum.  Áhorfendurnir hafa ekki verið  af verra tagi, þar má nefna fyrstan í flokki Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands, einnig sýndi hann fyrir Elísabetu drottningu í Harrogate, Kónginn Mohammed VI í Morocco, Prinssessuna Alia Al Hussein frá Amman svo fáir séu nefndir.  Yfir 500.000 manns hafa séð hann í 27 borgum. 

 

 

Lorenzo kemur af mikilli hestamannaætt og er alin upp  í suðurhluta Frakklands þar sem hann hafði náin samskipti við „Hvítu hestana við hafið“, eða Camargue hestana.  Þar hefur villt stóð hvítra hesta hlaupið um í meira en 1000 ár. Uppruna þeirra má rekja aftur til forsögulegra tíma en meira en 500 hestar lifa þar villtir. Þegar innrásarherir Rómverja og Serkja komu í héraðið, kynbættu þeir stríðshesta sína með blöndun við hestana sem fyrir voru í Camargue. 

Gerð hefur verið heimildarmynd um Lorenzo og tengingu hans við hestana sína. Brot úr henni má sjá hér að neðan.