föstudagur, 18. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loki heldur efsta sætinu

28. júní 2016 kl. 21:45

Loki frá Selfossi og Árni Björn Pálsson áttu góða sýningu í milliriðlunum

Milliriðlum í b flokki lokið.

Það skiptust á skin og skúrir í milliriðlum í B flokknum en Steggur frá Hrísdal sem kom efstur inn á mótið komst ekki upp úr milliriðlunum og er því keppni hans lokið í b flokknum Steggur er þó líka skráður í töltið og getur verið feiknasterkur þar. Loki frá Selfossi hélt sínu efsta sæti með 8,85 í einkunn, einni kommu neðar er Nökkvi frá Syðra-Skörðugili með 8,84. 

Gaman er að sjá að Hátíð frá Forsæti II er í A úrslitum og Jón Páll Sveinsson en ég held að ekki margir hafi veðjað á þau fyrir mótið en þau áttu frábæra sýningu núna í milliriðlunum sem og í forkeppni. Það verður gaman að fylgjast með þeim í A úrslitunum. 

Hér fyrir neðan er hægt að sjá niðurstöður úr milliriðlunum:

 

B-flokkur milliriðlar

Sæti Keppandi 
1 Loki frá Selfossi / Árni Björn Pálsson 8,85 
2 Nökkvi frá Syðra-Skörðugili / Jakob Svavar Sigurðsson 8,84 
3 Frami frá Ketilsstöðum / Elin Holst 8,75 
4 Katla frá Ketilsstöðum / Bergur Jónsson 8,73 
5 Spölur frá Njarðvík / Ásmundur Ernir Snorrason 8,73 
6 Hátíð frá Forsæti II / Jón Páll Sveinsson 8,72 
7 Sökkull frá Dalbæ / Guðmundur Björgvinsson 8,70 
8 Viti frá Kagaðarhóli / Mette Mannseth 8,69 
9 Vökull frá Efri-Brú / Ævar Örn Guðjónsson 8,65 
10 Pistill frá Litlu-Brekku / Hinrik Bragason 8,63 
11-12 Garpur frá Skúfslæk / Sigurður Sigurðarson 8,62 
11-12 Bragur frá Ytra-Hóli / Árni Björn Pálsson 8,62 
13-14 Oddi frá Hafsteinsstöðum / Jakob Svavar Sigurðsson 8,59 
13-14 Hrafn frá Breiðholti í Flóa / Bjarni Sveinsson 8,59 
15 Blæja frá Lýtingsstöðum / Sigurður Sigurðarson 8,57 
16 Dagfari frá Miðkoti / Guðmundur Björgvinsson 8,55 
17 Ólína frá Skeiðvöllum / Sólon Morthens 8,54 
18 Þytur frá Gegnishólaparti / Birgitta Bjarnadóttir 8,54 
19 Glóinn frá Halakoti / Svanhvít Kristjánsdóttir 8,54 
20 Eldur frá Torfunesi / Sigurbjörn Bárðarson 8,53 
21 Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 / Lena Zielinski 8,50 
22 Dáð frá Jaðri / Sigurður Sigurðarson 8,49 
23 Magni frá Hólum / Sigurður Óli Kristinsson 8,45 
24 Hringur frá Gunnarsstöðum I / Þórarinn Ragnarsson 8,42 
25 Þrumufleygur frá Álfhólum / Hrefna María Ómarsdóttir 8,41 
26 Védís frá Jaðri / Ólafur Ásgeirsson 8,36 
27 Eydís frá Eystri-Hól / Ævar Örn Guðjónsson 8,28 
28 Þórólfur frá Kanastöðum / Sindri Sigurðsson 8,22 
29 Kvika frá Leirubakka / Jóhann Kristinn Ragnarsson 8,19 
30 Steggur frá Hrísdal / Siguroddur Pétursson 0,00