mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loki frá Selfossi er sannkallaður gæðingur

26. júní 2012 kl. 22:16

Loki frá Selfossi, knapi Sigurður Sigurðarson.

Mjúkur og viljugur töltari og klárhestur

Loki frá Selfossi hefur unnið hug og hjörtu hestamanna með frábærri frammistöðu á undanförnum misserum. Hann hefur verið sigursæll í fjórgangi og B flokki og berst nú á toppnum á LM2012. Loki er undan Smára frá Skagaströnd og Surtlu frá Brúnastöðum, Váksdóttur frá Brattholti. Ræktandi hans er Ármann Sverrisson en knapi á Landsmótinu er Sigurður Sigurðarson.