miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

“Loki er þannig hestur að mann hlakkar til í hvert einasta skipti sem maður fer á bak á honum". -

4. júní 2012 kl. 14:14

“Loki er þannig hestur að mann hlakkar til í hvert einasta skipti sem maður fer á bak á honum". -

"Hann er með marga frábæra kosti, mikinn vilja og rými og léttleika og svif í gangtegundum og allar gangtegundir góðar. Hann er einbeittur áfram og hann hefur lítið fyrir þessu enda léttbyggður og þrekmikill” segir Sigurður Sigurðarson sem reið Loka frá Selfossi í 9,23 í B flokki í Gæðingakeppni Sleipnis, Ljúfs og Háfeta á Selfossi nú um síðastliðna helgi.

Aðspurður um hvað það er sem veitir honum svona mikla velgengni, segir Siggi: "Það eru margir að ná mjög góðum árangri og ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að það hefur gengið prýðilega hjá mér.  Ég held að það skipti máli að ég hef svo óendanlega gaman af hestamennskunni. Maður þarf að vera með hesta sem geta farið alla leið og geta laðað það besta fram í þeim á réttum tíma, reyna að fá hestana til að vinna jákvætt með sér," segir hann og Sigga, eiginkona hans bætir við: “Svo eru heimilisstörfin ekkert að tefja hann frá þjálfuninni.”

Sigurður stefnir á að fara með 5-6 hross í gæðingaúrtöku fyrir Landsmót og einnig nokkur kynbótahross. “Landsmótið leggst vel í mig enda eru Landsmót alltaf tilhlökkunarefni, hvar sem þau eru haldin.“