mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

“Loki er alltaf tilbúin til að vinna”

28. janúar 2011 kl. 13:27

“Loki er alltaf tilbúin til að vinna”

Sigurður Sigurðarson og Loki frá Selfossi sigurðu nokkuð örugglega fjórgangskeppni Meistaradeildarinnar...

sem fram fór í gærkvöldi í Ölfushöllinni. Loki er í feikiformi og var nokkuð ljóst á forkeppninni að þeir félagar ætluðu ekki að sætta sig við brons, eins og í fyrra. “Loki er feiknalega skemmtilegur hestur, hann er ungur og efnilegur og á því eftir að slípast enn meira til. Hann er alltaf tilbúin til að vinna, það er einstakur vilji í honum og frábærar jafnsterkar gangtegundir,” sagði Sigurður stoltur eftir verðlaunaafhendinguna.
Aðspurður um áhrif Meistaradeildarinnar sagði Sigurður vita til þess að fólk sem ekki sé í hestamennsku hafi vakandi auga á stöðu mála í deildinni. “Ég held Meistaradeildin hafi gríðalega mikla þýðingu. Hún er mikil kynning fyrir hestamennsku út á við. Mótaröðin er sjónvörpuð og alls kyns fólk veitir henni athygli. Ég hef tekið eftir fólki sem fylgist með stöðu Meistaradeildarinnar eins og Formúlunni!”