laugardagur, 19. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokaskráningardagur á Vormót Geysis

7. maí 2013 kl. 09:31

Lokaskráningardagur á Vormót Geysis

“Nú er komið að fyrsta mótinu hjá Geysir í sumar, sú ákvörðun var tekin að halda stutt og skemmtileg mót í sumar og vonum við að keppendur og áhorfendur njóti þess að koma til að taka þátt og horfa á.

Vormót Geysis verður haldið á Gaddstaðaflötum við Hellu föstudaginn 10.maí og hefst kl 16:00. Keppt verður í tölti T3 opinn flokkur, 100m skeið og Gæðingaskeið opinn flokkur.

Skráning fer fram á heimasíðu Geysis hmfgeysir.is undir hnappnum skráningarkerfi, skráningargjald er 3500 kr og fer greiðsla fram samhliða skráningu.

Skráningu lýkur í dag þriðjudag 7.maí kl 23:59. Viljum við minna keppendur á að kynna sér þær keppnisreglur sem varðar keppni og þær breytingar sem kunna hafa orðið á þeim. Ef vandræði koma upp varðandi skráningu er hægt að hafa samband við Ólaf í síma 8637130 áður en skráningarfrestur rennur út,“ segir í tilkynningu frá Nefndin