miðvikudagur, 13. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokaskráningardagur á Kvennatölt Gusts

12. apríl 2010 kl. 16:26

Lokaskráningardagur á Kvennatölt Gusts

Minnum á að dagurinn í dag, mánudagurinn 12. apríl, er síðasti skráningardagur á Kvennatölt Gusts og Landsbankans sem fram fer nk. laugardag 17. apríl. Skráning fer eingöngu fram á vefnum www.gustarar.is undir liðnum skráning og lokar hún á miðnætti. Allar nánari upplýsingar er að finna á Gustsvefnum.

Hvetjum allar konur til að taka þátt, flokkar við allra hæfi, glæsileg verðlaun - peningaverðlaun fyrir efstu sætin og prinsessuferð frá Landi og hestum fyrir glæsilegasta parið. A og B úrslit í öllum flokkum.