mánudagur, 26. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokaskráningardag í dag

Óðinn Örn Jóhannsson
10. ágúst 2018 kl. 15:24

kynbótasýningar

Skráningum á síðsumarssýningar lýkur í dag föstudaginn 10. ágúst.

Boðið verður upp á þrjár kynbótasýningar vikuna 20. til 24. ágúst. Sýningar verða á Gaddstaðaflötum við Hellu, Hólum í Hjaltadal og í Borgarnesi ef næg þátttaka verður. Sýning verður ekki haldin nema lágmarks fjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Síðasti skráningar- og greiðsludagur er á miðnætti í kvöld 10. ágúst. 

Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins www.rml.is en þar er valmynd á forsíðunni „skrá á kynbótasýningu“. Á sömu heimasíðu undir kynbótastarf/hrossarækt/kynbótasýningar má finna leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá á kynbótasýningu.

Allar upplýsingar um röðun niður á daga munu birtast á heimasíðu RML, www.rml.is, þegar þær eru klárar sem verður nokkrum dögum fyrir sýningu.