mánudagur, 14. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokamótið á fimmtudag

Óðinn Örn Jóhannsson
12. apríl 2018 kl. 09:15

Fer fram fimmtudagskvöldið 12. apríl í Faxaborg,

Lokamót Vesturlandsdeildarinnar fer fram fimmtudagskvöldið 12. apríl í Faxaborg, Borgarnesi. Keppt verður í tveimur greinum tölti og flugskeiði í boði Leiknir hestakerrur og má búast við mikilli spennu í hvorri grein fyrir sig sem og í einstaklings- og liðakeppninni.

Húsið opnar klukkan 19.00 og fyrsti hestur mætir stundvíslega kl. 20.00 á gólfið.

Miðaverð er 1000 krónur en frítt inn fyrir 10 ára og yngri.

Siguroddur Pétursson sigraði töltið í fyrra og Konráð Valur Sveinsson fór hraðast allra í gegnum höllina. Von er á báðum þessum köppum og má reikna með því að þeir leggi allt undir til að endurtaka leikinn.

Auk þess verður happdrætti og aðalvinningur kvöldsins folatollur undir Auð frá Lundum II auk annara vinninga. Mjög takmarkað magn af miðum í boði. Seldir við inngang.

Vesturlandsdeildin er einstaklings- og liðakeppni en 34 knapar mynda sjö, fjögurra og fimm manna lið sem etja kappi í 6 greinum hestaíþrótta.

Ráslisti verður birtur þriðjudagskvöldið 10. apríl

Línur eru farnar að skýrast í liðakeppninni þegar tvær greinar eru eftir en nóg af stigum í pottinum og allt getur skeð bæði í topp- og botnbaráttunni. En tvö neðstu liðin hellast úr lestinni og tapa föstu sæti sínu fyrir næsta tímabil.

Staðan að loknum 4 greinum er þessi:

1. Leiknir/Skáney - 199 stig

2. Stelpurnar frá Slippfélaginu & SuperJeep - 174stig

3. Berg/Hrísdalur/Austurkot - 149 stig

4. Hestaland - 132 stig

5. Childéric/Lundar/Nettó - 111 stig

6. Hrímnir - 90.5 stig

7. Fasteignamiðstöðin - 68.5 stig

og í einstaklingskeppninni er staðan á þessa leið

1. Siguroddur Pétursson - 42 stig

2. Randi Holaker - 34 stig

3. Ylfa Guðrún Svafarsdóttir - 30 stig

4. Berglind Ragnarsdóttir - 20 stig

5. Haukur Bjarnason - 18 stig

6. Páll Bragi Hólmarsson - 15 stig

7. - 8. Líney María Hjálmarsdóttir - 10 stig

7. - 8. Guðmar Þór Pétursson - 10 stig

9. Hrefna María Ómarsdóttir - 9.5 stig

10. Anna Lena Renisch - 9 stig

11. Heiða Dís Fjeldsted - 7 stig

12. Máni Hilmarsson - 6 stig

13. Halldór Sigurkarlsson - 4.5 stig

14.-16. Elvar Logi Friðriksson - 4 stig

14.-16. Konráð Valur Sveinsson - 4 stig

14.-16. Valdís Björk Guðmundsd. - 4 stig

17. Maiju Varis - 2 stig

18. - 19. Guðjón Örn Sigurðsson - 1 stig

18. - 19. Þorgeir Ólafssson - 1 stig