miðvikudagur, 24. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokamót Meistaradeildarinnar

31. mars 2014 kl. 12:18

Árni Björn leiðir einstaklingskeppnina

Hver vinnur einstaklings- og liðakeppnina?

Á lokamóti Meistaradeildarinnar sem haldið verður föstudaginn 4 apríl verður keppt í slaktaumatölti og fljúgjandi skeiði.  Mótið hefst kl. 18:30 og húsið opnar kl. 17.00.   

Aðgangseyrir á mótið er 1.500 krónur fyrir þá sem eru ekki með ársmiða og er forsala aðgöngumiða í fullum gangi í verslunum Líflands, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Eins og áður sagði hefst mótið klukkan 18:30.

Það má gera ráð fyrir harðri keppni í báðum greinum en reikna má með að margir af fljótustu vekringum landsins verði skráðir til leiks í skeiðinu og verður spennandi að sjá þá bruna í gegnum húsið. Í slaktaumatöltinu hefur heyrst að öllu verður tjaldað til og það stefnir í allra sterkustu keppni í slaktaumatölti til þessa í deildinni ef ekki á landinu.  Ráslistar munu liggja fyrir á miðvikudag.

Spennan í stigakeppninni fyrir lokamót Meistaradeildarinnar er gífurleg.  Eftir veisluna sem við fengum að njóta í úti-skeiðgreinum deildarinnar, laugardaginn 23 mars s.l.,  opnaðist allt mótið bæði í liða- og einstaklingskeppninni.  Þar sem keppt verður í tveimur greinum á úrslitakvöldinu eru 24 stig í boði fyrir fyrsta sætið í báðum greinum og er því ljóst að einstaklingskeppnin verður gífurlega spennandi.  Ekki er spennan minni í liðakeppninni þar sem flest liðin hafa möguleika á sigri. 

Í fyrra vann Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum II slaktaumatöltið með einkunina 8,42, í öðru sæti var Valdimar Bergstað á Týr frá Litla-Dal með einkuninna 8,17 og í þriðja sæti sæti Eyjólur Þorsteinsson og Hlekkur frá Þinganesi með einkuninna 8,08.   

Í fljúgandi skeiði sigraði Ragnar Tómasson á Ísabel frá Forsæti á tímanum 5,90, Árni Björn Pálsson og Fróði frá Langholti urðu í öðru sæti með tímann 5,96 og Bjarni Bjarnason og Hera frá Þóroddstöðum urðu í þriðja sæti á tímanum 5,99. 

Á föstudaginn munu svo áhorfendur taka þátt í að kjósa "Fagmannlegasta knapann" en þann titil vann Guðmundur Björgvinsson í fyrra og einnig verður kosið um "Skemmtilegasta liðið" en þann titil vann lið Topreiter/Ármóts í fyrra.