laugardagur, 15. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokamót Meistaradeildar VÍS

14. maí 2010 kl. 15:21

Lokamót Meistaradeildar VÍS

Halda átti lokamót Meistaradeildar VÍS Sumardaginn fyrsta, 22. apríl  s.l. En eins og flestir vita þurfti að fresta mótinu sökum þess að  hósta-og kvefpestin var komin upp í hrossum hjá rúmlega helmingi knapa  deildarinnar.

Þá var talað um að mótið yrði haldið eftir fjórar vikur, samkvæmt því  væri það í næstu viku. En í ljósi þróunar hósta- og kvefpestarinnar  hefur stjórn deildarinnar tekið þá ákvörðun að fresta lokamótinu um  óákveðinn tíma.

Þegar línur fara að skýrast og ljóst er að pestin sé í rénun eða svo gott sem hætt, mun stjórnin koma saman og ákveða framhaldið.

www.meistaradeildvis.is