þriðjudagur, 23. júlí 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokamót í Suðurlandsdeild

14. mars 2017 kl. 12:58

Keppt verður í fimmgangi

Nú styttist í lokakeppni Suðurlandsdeildarinnar en keppt verður í fimmgangi föstudaginn 17. mars í Rangárhöllinni. Útlit er fyrir æsispennandi og jafna keppni líkt og verið hefur undanfarnar þrjár keppnir. 

Á föstudagskvöld mun það skýrast hvaða lið verður fyrsta liðið til þess að sigra Suðurlandsdeildina! 

Staðan í liðakeppninni er þannig að lið Krappa leiðir með 249 stig en þar fast á eftir kemur lið Hemlu/Hrímnis/Strandarhöfuðs með 233 stig og svo er lið Húsasmiðjunnar í þriðja sæti með 193 stig. Fræðilega séð getur lið VÍKINGanna ennþá unnið keppnina en þau eru í fjórða sæti sem stendur með 166 stig. Því er keppnin enn galopin og ómögulegt að spá til um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari!

Sjáumst í Rangárhöllinni þann 17. mars n.k. - keppni hefst stundvíslega kl. 18:00.