mánudagur, 23. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokamót Áhugamannadeildar Spretts

Óðinn Örn Jóhannsson
16. mars 2018 kl. 15:32

Áhugamannadeildar Spretts.

Fimmtudaginn 22. mars þegar keppt verður í tölti.

Lokamótið í deildinni fer fram fimmtudaginn 22. mars þegar keppt verður í tölti í Sprettshöllinni. 

Staðan í deildinni 2018 er æsispennandi og það er ljóst að liðin munu tjalda öllu sem til er í hesthúsunum til að næla sér í stig á lokametrunum.

Í fyrra voru það Jón Ó Guðmundsson og Roði frá Margrétarhofi sem sigruðu töltið, í öðru sæti voru þau Birgitta Dröfn Kristinsdóttir og Barði frá Laugarbökkum og þriðju voru þau Sigurður Hlldórsson og Sævar frá Ytri-Skógum.

Jón Ó keppir ekki í deildinni í ár en kona hans Erla Guðný er keppandi og spurning hvort hún fái Roða lánaðan frá dóttur þeirra hjóna. Það verður svo spennandi að sjá hvort Birgitta og Barði og Sigurður og Sævar mæti aftur í ár.

Stigakeppnin er æsispennandi og ljóst að það er mikið í húfi fyrir lokamótið.

Á toppnum í liðakeppninni er lið Heimahaga með 424 stig, í öðru sæti er lið Vagna og Þjónustu með 371 stig og í þriðja sæti er lið Hest.is með 365 stig.

Í einstaklingskeppninni er það Aasa Ljungberg sem leiðir með 22 stig, í öðru sæti eru Árni Sigfús Birgisson með 15 stig og Jón Steinar Konráðsson með 14 stig.   Fast á hæla þeirra fylgja svo Sigurbjörn Viktorsson með 13 stig og svo Erlendur Ari, Jóhann Ólafsson, Jóna Margrét, Saga Steinþórs og Sigurður Breiðfjörð jöfn með 12 stig hvort.   

Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.

Á lokamótinu taka áhorfendur þátt með því að velja vinsælasta knapann og skemmtilegasta liðið.  Atkvæði áhorfenda gilda til helmings á móti dómnefnd.

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni. Aðgangur er frír.

Við minnum svo á heimasíðu deildarinnar http://sprettarar.is/ahugamannadeild-spretts-equsana-deildin.  Farið er inná www.sprettarar.is og þar þrýst á glugga sem heitir Equsana deildin. Á síðunni er frábær fróðleikur um deildina, liðin, styrktaraðila ásamt myndum frá þeim keppnum sem farið hafa fram.