fimmtudagur, 19. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Lokahóf í tilefni Landsþings

3. október 2014 kl. 10:48

Haraldur Þórarinsson Laugardælum er formaður LH.

Gestgjafarnir í Sleipni boða til fagnaðar.

@font-face { font-family: "Cambria Math"; }@font-face { font-family: "Calibri"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 10pt; line-height: 115%; font-size: 11pt; font-family: Calibri; }.MsoChpDefault { font-size: 11pt; font-family: Calibri; }.MsoPapDefault { margin-bottom: 10pt; line-height: 115%; }div.WordSection1 { page: WordSection1; }Helgina 17.-18. október næstkomandi verður haldið landsþing Landsambands hestamannafélaga  hér á Hótel Selfossi. Í tilefni þess mun hestamannafélagið Sleipnir efna til mannfagnaðar á laugardagskvöldinu.

"LH er eins og nafnið segir til um samstarfsvettvangur hestamanna stofnað 18.desember 1949. Í dag er Haraldur Þórarinsson Laugardælum formaður L H.

Gestgjafi þingsins er Hestamannafélagið Sleipnir sem stofnað var 9.júni 1929 í samkomuhúsinu að Skeggjastöðum Hraungerðishreppi og var þá starfssvæðið Árnessýsla. Eins og alþjóð veit eru þessi samtök gríðarlega öflug og mikill fjöldi fólks sem stundar hestamennsku sem íþrótt og atvinnumensku.  Það er gestgjafanum metnaðarmál að þingið takist vel í alla staði.  Meðal annars verður haldið upp á 85 ára afmæli Sleipnis í lokahófi þingsins á laugardagskvöldinu.  Þar hefur verið undirbúin mikil veisla sem félagsmönnum gefst kostur á að taka þátt í.

Veislustjóri verður Páll Stefánsson dýralæknir Stuðlum.þá koma fram skemmtikraftar úr héraði eins og meðal annars Sigga og Grétar Sólvangi og Ölfusingurinn Sólmundur Hólm. Hljómsveit hótlesins mun halda uppi miklu fjöri eftir að skipulagðri dagskrá lýkur. Kostnaði öllum er mjög stillt í hóf," segir í fréttatilkynningu frá hestamannafélaginu Sleipni. Miðasala verður í versluninni Baldvin og Þorvaldi 9. og 10. október.