sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Loka skráningardagur í opna Stjörnublikkstöltið og kappreiðar Sindra

7. júní 2011 kl. 21:02

Loka skráningardagur í opna Stjörnublikkstöltið og kappreiðar Sindra

Hestaþing Sindra verður haldið daganna 10. og 11. Júní á Sindravelli við Pétursey. Á laugardagskvöld fer fram opin töltkeppni, Sjörnublikkstöltið.

“Skráningar í opna Stjörnublikkstöltið og kappreiðar Sindra verða að hafa borist fyrir kl 16:00 miðvikudaginn 8. júní.

Skráningargjald í töltið er kr 3.000.- peningaverðlaun fyrir 1. sæti og eigulegir sérsmíðaðir verðlaunagripir fyrir fyrstu 3 sætin. Í ár vígjum við nýjan íþróttavöll Sindravallar við Pétursey, en völlurinn hefur allur fengið upphalningu og er hinn glæsilegasti. Við hvetjum sem flesta að koma og keppa, safna sér punktum og/eða reynslu í keppni og njóta 60. Hestaþings Sindra með okkur.

Skráningargjöld í kappreiðar er:
150 m skeið- 1. verðlaun 25.000 kr - Skráningargjald 2000 krónur.
300 m brokk - Skráningargjald 500 kr á hest
300 m stökk - Skráningargjald 500 kr á hest
250 m skeið - Skráningargjald 500  kr á hest.

 

Skráning er hjá: Petru á netfangið solheimar2@gmail.com og í síma 866-0786. Dagskrá hestaþings er á heimasíðu Sindra,” segir í tilkyninngu frá mótanefnd Sindra