þriðjudagur, 22. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

LM sigurvegarar og fleiri frábær hross á Ræktun

27. apríl 2013 kl. 15:08

LM sigurvegarar og fleiri frábær hross á Ræktun

Eins og fram kom í frétt fyrr í vikunni má búast við miklum gæðingaflota á stórsýningu Hrossaræktarsamtaka Suðurlands „Ræktun 2013“ sem fram fer í Ölfushöllinni á laugardagskvöldið. Meðal annars koma fram landsmótssigurvegararnir Fura frá Hellu og Nói frá Stóra-Hofi, en Fura fylgir föður sínum Eldjárni frá Tjaldhólum, sem sjálfur kemur fram, og honum fylgir líka ístöltssigurvegarinn Eldur frá Köldukinn. 

Þóroddssynirnir glæsilegu Lord frá Vatnsleysu og Hrynur frá Hrísdal koma fram, sem og hinn gullfallegi Gárasonur Krókur frá Ytra-Dalsgerði og Gígjarssonurinn Freyr frá Hvoli. 

Nói kemur ekki einn frá Stóra-Hofi því hann mun hafa þá jörpu bræðurna Fursta og Stíganda með sér og ekki er hryssuflotinn síðri, silfurverðlaunahafinn af LM, Brynja frá Hrauni, kemur fram, einnig Helga Ósk Herjólfssystir frá Ragnheiðarstöðum og Fura Eldfarasystir frá Stóru-Ásgeirsá.  
Frá Jaðri í Hrunamannahreppi koma þrjár 1vl hryssur, þær Védís, Dáð og Nótt og svo má ekki gleyma því að auk hrossanna verður kosningavaka á risaskjá í veitingasölunni og veitingar á sérstöku kosningatilboði. 

  

Miðar fást í forsölu hjá Líflandi í Reykjavík, Top Reiter í Kópavogi og Baldvini og Þorvaldi á Selfossi. Miðaverð kr. 2.500. Sýningin hefst kl. 20 lau. 27. apríl, en húsið opnar kl. 19.