sunnudagur, 15. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljúfur 50 ára

12. október 2011 kl. 14:50

Ljúfur 50 ára

Hestamannafélagið Ljúfur fagnaði  fimmtíu ára afmæli þann 8. október sl. í félagsheimili hestamannafélagsins.

Boðið var upp á kaffi og kræsingar og Æskulýðsnefnd fór í ratleik með. Slegin var upp stórveisla á Hótel Hveragerði um kvöldið þar sem viðurkenningar og heiðursnafnbótir voru veittar.

Efnilegasti knapi félagsins árið 2011 var varlin Glódís Rún Sigurðardóttir, Landsmótssigurvegari Barnaflokks. Einnig voru Halldór Guðmundsson, Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Gísli Sveinsson og Sigurveig Helgadóttir, sæmd heiðursnafnbót. 

Myndir frá afmælishátíðinni má nálgast á fésbókarsíðu hestamannafélagsins.