föstudagur, 20. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa

22. nóvember 2013 kl. 10:00

Síðasti dagur til að skila inn mynd í ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa lýkur 23. nóvember.

Síðasti séns !

Nú er síðasti skiladagur til að skila inn vinningsmyndinni. Löng hefð er fyrir því að Eiðfaxi standi fyrir ljósmyndakeppni á haustin og hafa myndir streymt inn síðast liðnar vikur.  

Í dag er því loka séns til leita uppi vinningsskotið í myndasafni ársins eða arka út í haustið með myndavél að vopni og fanga fagra mynd af fríðum fákum.

 

Verðlaunin eru ekki af verra tagi

1. verðlaun:  Folatollur undir Spuna frá Vesturkoti

2. verðlaun: Prentun á striga og myndavélataska

3. verðlaun: Prentun á striga og frí áskrift að Eiðfaxa í ár


 
Reglur

Myndirnar skulu vera a.m.k. 2 mb að stærð og sendast í jpeg sniði á netfangið ljosmyndakeppni@eidfaxi.is en mælst er til þess að hver ljósmyndari takmarki fjölda innsendra mynda við fimm ljósmyndir.

Síðasti skiladagur mynda er föstudaginn 22. nóvember.

Innsendar myndir eru eign höfunda, en Eiðfaxi áskilur sér rétt til að birta þær í jólablaði 2013 og tölublöðum næsta árs.