þriðjudagur, 12. nóvember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa

7. október 2013 kl. 13:52

Vinningsmyndin 2012 er eftir Árný Ilse Árnadóttur

Yfir 300 myndir bárust í keppnina í fyrra.

Löng hefð er fyrir því að Eiðfaxi standi fyrir ljósmyndakeppni á haustin og köllum við nú eftir fallegum myndum í þessa vinsælu ljósmyndakeppni. Nú er því um að gera að leita uppi vinningsskotið í myndasafni ársins eða arka út í haustið með myndavél að vopni og fanga fagra mynd af glæstum fákum.

Vegleg verðlaun verða í boði fyrir bestu myndina, auk aukaverðlauna sem auglýst verða síðar.

 Reglur: 

 Myndirnar skulu vera amk. 2 mb að stærð og sendast í jpeg sniði á netfangið ljosmyndakeppni@eidfaxi.is en mælst er til þess að hver ljósmyndari takmarki fjölda innsendra mynda í fimm ljósmyndir.

 Síðasti skiladagur mynda er föstudaginn 23. nóvember nk.

 Innsendar myndir eru eign höfunda, en Eiðfaxi áskilur sér rétt til að birta þær í jólablaði 2013 og tölublöðum næsta árs.

Myndin „Vinarþel“ hér fyrir neðan lenti í öðru sæti í keppninni í fyrra.  Hún er tekin af Sunnu Gautadóttur.

 

 Myndin af leik ungra stóðhesta sem lenti í þriðja sæti var tekin af Ingu Stumpf.