miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa

8. október 2009 kl. 10:40

Ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa

Líkt og á síðastliðnu ári ætlar Eiðfaxi nú að halda ljósmyndakeppni þar sem áhugasömum ljósmyndurum gefst kostur á að koma myndum sínum á framfæri um leið og keppt er um vegleg verðlaun.

Þeir sem telja sig eiga góða mynd eða myndir af hrossum og hestafólki eru hvattir til að taka þátt og senda myndirnar til okkar á netfangið mynd@eidfaxi.is

Myndirnar þurfa að vera í jpg formati og í upprunalegri stærð. Því stærri, þeim mun betra. 

Verðlaunin eru:
1.    MIPS hjálmur að verðmæti kr. 30.000,-
2.    Beislasett að verðmæti kr. 15.000,-
3.    Burstasett að verðmæti kr. 5.000,- og hálfs árs áskrift að Eiðfaxa að verðmæti kr. 6.982,-
4-10. Hálfs árs áskrift að Eiðfaxa að verðmæti kr. 6.982,-