miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa í fullum gangi

28. október 2013 kl. 13:00

Síðasti dagur til að skila inn mynd í ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa lýkur 23. nóvember.

Flott verðlaun í boði

Löng hefð er fyrir því að Eiðfaxi standi fyrir ljósmyndakeppni á haustin og köllum við nú eftir fallegum myndum í ljósmyndakeppni Eiðfaxa í ár.  Keppnin er í fullum gangi og myndirnar streyma inn. Nú er því um að gera að leita uppi vinningsskotið í myndasafni ársins eða arka út í haustið með myndavél að vopni og fanga fagra mynd af fríðum fákum.

 

Verðlaunin eru ekki af verra tagi

1. verðlaun:  Folatollur undir Spuna frá Vesturkoti

2. verðlaun: Prentun á striga og myndavélataska

3. verðlaun: Prentun á striga og frí áskrift að Eiðfaxa í ár