miðvikudagur, 21. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndasamkeppni Canon og Landsmóts

30. júní 2012 kl. 09:31

Ljósmyndasamkeppni Canon og Landsmóts

Landsmót hestamanna og Nýherji efna til ljósmyndasamkeppni á Landsmóti hestamanna í Reykjavík dagana 25. júní – 1. júlí að er fram kemur í fréttatilkynningu.

 
"Í Ljósmyndasamkeppni Canon og Landsmóts gefst áhugaljósmyndurum kostur á að taka þátt í skemmtilegri keppni og vinna til glæsilegra verðlauna. 
 
Í verðlaun fyrir 3 efstu sætin er: 
 
1. verðlaun 
Canon EOS 1100D m/ EF-S 18-55mm 3.5-5.6 IS linsu.  Taktu fyrsta skrefið inn í heim DSLR ljósmyndunnar og fangaðu minningarnar með Canon. 
 
2. verðlaun 
Canon PowerShot A2200 með 14.0 megapixla sensor sem fangar öll smáatriði mynda á skarpan og líflegan hátt. 
 
3. verðlaun 
Canon PIXMA iP4950 sem er afkastamikill A4 ljósmyndaprentari sem skilar framköllunargæðum ásamt því að vera glæsilega hannaður. Með innbyggðu Auto Duplex (prentun beggja megin) og prentun beint á CD/DVD prentanlega diska. 
 
Reglur eru eftirfarandi: 
Ljósmyndin þarf að vera tekin frá 25. júní – 1. júlí 2011 á landsmótssvæðinu í Víðidal. 
Skila þarf ljósmyndinni inn á stafrænu formi á canon@landsmot.is .Nafn ljósmyndara og símanúmer þarf að fylgja. 
Hver þátttakandi má skila að hámarki þremur ljósmyndum. 
Nýherji og Landsmót áskilja sér rétt til að birta myndir úr keppninni. "