þriðjudagur, 17. september 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndasafnið lifnar við

5. október 2011 kl. 16:09

Ljósmyndasafnið lifnar við

Eiðfaxi er nú í óðaönn að hlaða myndum ársins inn á Ljósmyndasafnið eftir nokkrar lagfæringar á gagnagrunninum.

Nú þegar eru þónokkrar myndir frá HM í Austurríki, frá kynbótasýningum og frá keppni yngri flokka á Landsmóti inn á safninu sem hægt er að skoða í flokkuðum albúmum. Einnig er hægt að leita uppi hross og knapa með því að slá viðkomandi nafn í leitarglugga á forsíðu Ljósmyndasafnsins.

Inn á safninu eru margir gullmolar og þar má m.a. nálgast fjölmargar ljósmyndir eftir Sigurð Sigmundsson sem hefur undanfarna áratugi verið ötull við að skrásetja sögu hestamennskunar með linsunni.

Allar myndir á Ljósmyndasafninu eru til sölu, en til að festa kaup á mynd þarf að fylgja einföldu ferli á safninu og berst þá myndin í fullri upplausn á netfang kaupandans innan nokkurra mínútna.

Við hvetjum líka hestamenn til að hjálpa til við að skrásetja inn á safnið til að gera það enn betra. Hægt er að bæta inn upplýsingum um efni myndanna s.s. IS nr. og  nöfn hesta og knapa.

Allar ábendingar um hvernig hægt er að gera safnið betra eru vel þegnar. Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið eidfaxi@eidfaxi.is.