mánudagur, 21. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndanámskeið

23. janúar 2015 kl. 10:09

Skjóni á leið yfir Húnavatnið - myndin tekin af Gígju sumarið 2014

Gígja Dögg Einarsdóttir verður með ljósmyndanámskeið í sumar.

Í sumar gefst einstakt tækifæri til að koma á námskeið hér á Þingeyrum og læra hestaljósmyndun. Þar að auki gefst þátttakendum tækifæri til að koma með eigin hross og ríða út þann tíma sem ekki er verið að ljósmynda. Möguleiki er að fá leigðan hest og reiðkennslu á Þingeyrum ef óskað er eftir því með góðum fyrirvara. Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má fá góðar upplýsingar um námskeiðið. Kennari á námskeiðinu er hin frábæri hestaljósmyndari Gígja Dögg en hún er mörgum að góðu kunn fyrir hestamyndir sínar.

SJÁ UPPLÝSINGAR HÉR