fimmtudagur, 22. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndakeppni Eiðfaxa 2011-

9. september 2011 kl. 12:20

Ljósmyndakeppni Eiðfaxa 2011-

Sólin lækkar, sumar dvín og þá taka hestar og hestamenn oft hvíld frá reiðmennsku. Þá er alls ekki úr vegi að hestamenn grípi til annarra hugðarefna og er löng hefð er fyrir því að Eiðfaxi haldi sína árlegu ljósmyndakeppni á haustin.

 
Kallar Eiðfaxi nú eftir fallegum myndum frá áhugaljósmyndurum í þessa vinsælu samkeppni. Vegleg verðlaun verða í boði fyrir bestu myndina, auk  glæsilegra aukaverðlauna s.s. miði á Landsmót 2012 og áskrift að tímaritinu góða og rótgróna. 
 
Myndirnar skulu vera amk. 2 mb að stærð og sendast í jpeg sniði á netfangið mynd@eidfaxi.is en mælst er til þess að hver ljósmyndari takmarki fjölda innsendra mynda í fimm ljósmyndir.
 
Svo hobb hobb: Leitið uppi vinningsskotið í myndasafninu ykkar eða hlaupið út í haustið með myndavélar að vopni og fangið dýrleg listaverk af okkar fagra hesti!
 
Síðasti skiladagur mynda er 23. nóvember nk.
 
Meðfylgjandi eru nokkrar af verðlaunamyndum síðasta árs.