miðvikudagur, 23. október 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ljósmyndakeppni Eiðfaxa 2009

23. nóvember 2009 kl. 11:03

Ljósmyndakeppni Eiðfaxa 2009

Nú fer hver að verða síðastur að skila inn myndum ætli hann að taka þátt í Ljósmyndasamkeppni Eiðfaxa 2009, en mikill áhugi er fyrir keppninni og myndirnar streyma inn. Síðasti skiladagur er þriðjuudagurinn 24. nóvember og verða úrslit kynnt í Jólablaði Eiðfaxa, sem kemur út í byrjun desember.

Þriggja manna dómnefnd mun velja velja bestu myndirnar og verða þær birtar í blaðinu. Dómnefndin er skipuð þeim Önnu Fjólu Gísladóttur ljósmyndara, Eyþóri Árnasyni ljósmyndara og Heiðari Þór Jónssyni grafískum ljósmyndara.

Þess ber að geta að ein mynd úr keppni síðasta árs rataði á forsíðu 6. tölublaðs Eiðfaxa og er það skemmtilegur bónus sem einhver getur unnið standi þannig á.

Rétt er að minna á að myndirnar þurfa að vera í jpg formati og  í upprunalegri stærð. Því stærri, þeim mun betra.

Verðlaunin eru:

1.       MIPS hjálmur að verðmæti kr. 30.000,-
2.       Beislasett að verðmæti kr. 15.000,-
3.       Burstasett að verðmæti kr. 5.000,- og hálfs árs áskrift að Eiðfaxa að verðmæti kr. 6.982,-
4.-10. Hálfs árs áskrift að Eiðfaxa að verðmæti kr. 6.982,-

Þeir sem telja sig eiga góða mynd eða myndir af hrossum og hestafólki eru hvattir til að taka þátt og senda myndirnar til okkar á netfangið mynd@eidfaxi.is

Myndin með fréttinni er ein þeirra sem komin er í keppnina í ár!